Archive for apríl, 2015

30 bestu forritin 2014

apríl 19, 2015

Er á vefnámskeiði sem fjallar um spjaldtölvur í kennslu. Þar sá ég umræðu um hvort kennarar væru að nota þessi forrit í sinni kennslu og var þá vísað í 30 bestu forrit 2014. Ég þekkti 7 forrit og hef notað eitt þónokkuð, Bitsboard. Sá sem setti þetta inn mælti með Google forritunum, Evernote og Educlipper.

Auglýsingar

Bloom´s

apríl 11, 2015

http://blogs.kqed.org/education/2013/11/06/turn-your-ipad-into-a-smartboard/

Málörvunarefni

apríl 10, 2015

Var á námskeiði í dag hjá Ásthildi B. Snorradóttur og Eyrúnu Ísfold Gísladóttur í tengslum við málörvun ungra barna: Að leggja grunninn – Hagnýtar og gagnreyndar aðferðir í beitingu snemmtækrar íhlutunar í málörvun. Þar kom fram að það á ALDREI að bíða og sjá til!! Ásthildur var hörð á að bíða gerir slæmt því ef barnið á við vanda að striða þá gæti hann versnað, barnið ber aldrei skaða á því sem gert er, frekar því sem ekki er gert! Þetta væri frábært að fleiri myndu tileinka sér í þessu flókna geira sem tilheyrir leikskólaumhverfinu.

Málörvunarefnið sem bent var á á námskeiðinu var efnið frá þeim Ásthildi og Eyrúnu, Lubbi og Bína ásamt öllu sem fylgir þeim. Þetta er snilldar málörvunarefni sem er gott að nota. Hér á eftir er listi yfir efnið þeirra ásamt fleiru sem ég hef fundið. Ath. þetta er bara minnislisti fyrir mig, ekki eitthvað sem er leiðbeinandi fyrir aðra um efni til málörvunar því það er mýmargt til um þetta og skiptar skoðanir hvað er betra en annað.

Öpp