Archive for janúar, 2009

Lopapeysur

janúar 10, 2009

Var búin að gleyma þessari síðu! Ætla að prófa að blogga smá til að sjá hvort ég kunni eitthvað á þetta.

Prjónaði þrjár lopapeysur í haust þegar skólinn byrjaði og er búin að klára eina alveg. Ísak Smári fékk hana í jólagjöf, gleymdi að taka mynd af henni :S. Hinar tvær eru fyrir gormalínu Hansen og hún vill að ég fari að setja hnepp og rennilás á þær svo hún geti notað þær!! Skelli inn myndum þegar ég er búin að klára sem verður vonandi fyrir útskriftina mína ;0). Er svo byrjuð á peysu fyrir mig, prjóna hana þegar ég nenni. Einnig er ég búin með sokka á Emmu, tók nú ekki langan tíma að hanna og prjóna þá. Gormalínu fannst ekki gott að hún skyldi ekki eiga sokka á Emmu! Áramótaheitið er að fara að klára eitthvað af þessum verkefnum mínum áður en ég byrja á nýju, úff ég á eftir að sjá hvernig það gengur en ….. aldrei að vita! Nema ég ætla að vera með í KAL-verkefni, gaf sjálfri mér leyfi til að byrja á nýju í svoleiðis. Allt saumagóssið sem ég fékk í afmælisgjöf verður því að bíða þar til ég er búin með ókláruðu verkefnin, erfitt en ég skal ;0).

Annars er ég farin að hlakka til að byrja aftur í skólanum, skemmtileg fög sem ég verð í núna – öll tengd stjórnun á einhvern hátt nema aðferðafræðin. Vandamálið sem er núna er bara hvað ég á að skrifa um í lokaverkefninu!! Nenni ekki að taka fyrir leik- eða grunnskóla eitthvað þannig að ég er með hausverk þar til ég finn eitthvað sniðugt!

Auglýsingar