30 bestu forritin 2014

apríl 19, 2015

Er á vefnámskeiði sem fjallar um spjaldtölvur í kennslu. Þar sá ég umræðu um hvort kennarar væru að nota þessi forrit í sinni kennslu og var þá vísað í 30 bestu forrit 2014. Ég þekkti 7 forrit og hef notað eitt þónokkuð, Bitsboard. Sá sem setti þetta inn mælti með Google forritunum, Evernote og Educlipper.

Auglýsingar

Bloom´s

apríl 11, 2015

http://blogs.kqed.org/education/2013/11/06/turn-your-ipad-into-a-smartboard/

Málörvunarefni

apríl 10, 2015

Var á námskeiði í dag hjá Ásthildi B. Snorradóttur og Eyrúnu Ísfold Gísladóttur í tengslum við málörvun ungra barna: Að leggja grunninn – Hagnýtar og gagnreyndar aðferðir í beitingu snemmtækrar íhlutunar í málörvun. Þar kom fram að það á ALDREI að bíða og sjá til!! Ásthildur var hörð á að bíða gerir slæmt því ef barnið á við vanda að striða þá gæti hann versnað, barnið ber aldrei skaða á því sem gert er, frekar því sem ekki er gert! Þetta væri frábært að fleiri myndu tileinka sér í þessu flókna geira sem tilheyrir leikskólaumhverfinu.

Málörvunarefnið sem bent var á á námskeiðinu var efnið frá þeim Ásthildi og Eyrúnu, Lubbi og Bína ásamt öllu sem fylgir þeim. Þetta er snilldar málörvunarefni sem er gott að nota. Hér á eftir er listi yfir efnið þeirra ásamt fleiru sem ég hef fundið. Ath. þetta er bara minnislisti fyrir mig, ekki eitthvað sem er leiðbeinandi fyrir aðra um efni til málörvunar því það er mýmargt til um þetta og skiptar skoðanir hvað er betra en annað.

Öpp

Lopapeysur

janúar 10, 2009

Var búin að gleyma þessari síðu! Ætla að prófa að blogga smá til að sjá hvort ég kunni eitthvað á þetta.

Prjónaði þrjár lopapeysur í haust þegar skólinn byrjaði og er búin að klára eina alveg. Ísak Smári fékk hana í jólagjöf, gleymdi að taka mynd af henni :S. Hinar tvær eru fyrir gormalínu Hansen og hún vill að ég fari að setja hnepp og rennilás á þær svo hún geti notað þær!! Skelli inn myndum þegar ég er búin að klára sem verður vonandi fyrir útskriftina mína ;0). Er svo byrjuð á peysu fyrir mig, prjóna hana þegar ég nenni. Einnig er ég búin með sokka á Emmu, tók nú ekki langan tíma að hanna og prjóna þá. Gormalínu fannst ekki gott að hún skyldi ekki eiga sokka á Emmu! Áramótaheitið er að fara að klára eitthvað af þessum verkefnum mínum áður en ég byrja á nýju, úff ég á eftir að sjá hvernig það gengur en ….. aldrei að vita! Nema ég ætla að vera með í KAL-verkefni, gaf sjálfri mér leyfi til að byrja á nýju í svoleiðis. Allt saumagóssið sem ég fékk í afmælisgjöf verður því að bíða þar til ég er búin með ókláruðu verkefnin, erfitt en ég skal ;0).

Annars er ég farin að hlakka til að byrja aftur í skólanum, skemmtileg fög sem ég verð í núna – öll tengd stjórnun á einhvern hátt nema aðferðafræðin. Vandamálið sem er núna er bara hvað ég á að skrifa um í lokaverkefninu!! Nenni ekki að taka fyrir leik- eða grunnskóla eitthvað þannig að ég er með hausverk þar til ég finn eitthvað sniðugt!

Seint kemur sumt en kemur þó…..

júlí 3, 2008

STARGAZER

 

 

Stargazer

Ég er búin að vera að rembast *hóst* við að setja myndir hér inn en lítið gengið ;o). Loksins er komin mynd af Stargazer, ég kláraði hana eftir að ég skilaði lokaritgerðinni.
Það er búin að vera dágóð pása hjá mér í saumaskapnum en núna er ég að klára myndina handa litla frænda, skóla-nálarúlluna og jólamyndina (og svo það sem ég man ekki eftir að ég er að sauma :o/). Verð víst að drífa mig áður en ég byrja í skólanum því þá gefst ábyggilega lítill tími fyrir föndur af einhverju tagi.

 

Pinkeep

júní 5, 2008

Þetta er Pinkeep-inn sem ég fékk frá Hafrúnu í skiptileiknum í Allt í kross. Ekkert smá flottur og æðislegar gjafir sem fylgdu með.